Eignasafn okkar samanstendur af fyrirtækjum, sem hvert og eitt býr yfir sérþekkingu á sínu sviði upplýsingatækninnar. Þau eiga það sameiginlegt að þar starfar frábært fagfólk sem brennur fyrir að hjálpa einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að ná árangri með hagnýtingu gagna og tækni.

Eignasafn

  • Origo

    Þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækni sem skapar og rekur örugga innviði og þróar lausnir sem bæta líf fólks og einfalda dagleg störf.

  • Helix

    Með því að flétta saman tækni, hugviti og innsæi, bætir Helix líf þeirra sem þiggja og veita velferðarþjónustu.

  • Syndis

    Þekkingarfyrirtæki sem býður upp á víðtæka þjónustu á sviði öryggismála og netógna, allt frá forvörnum til viðbragða við netárásum.

  • Aftra

    Aftra kortleggur sta­f­rænt fót­spor fyr­ir­tækja til þess að koma auga á hugs­an­lega veik­leika sem hakk­ar­ar gætu nýtt sér. 

  • Tölvutek

    Leiðandi í tölvubúnaði fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Tölvutek er með verslanir í Reykjavík og Akureyri.

  • Origo Lausnir

    Leiðandi aðili í sölu og þjónustu á fyrsta flokks tölvu- og tæknibúnaði fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

  • Unimaze

    Stafræn bylting í bókhaldstækni er leidd af Unimaze með skeytamiðlun og hugbúnaðarlausnum fyrir rafræn viðskipti.

  • Advise

    Stjórnendur fá betri yfirsýn og innsýn í rekstur með þjónustu frá Advise, sem hjálpar þeim að taka upplýstar ákvarðanir, hagræða rekstri og ná markmiðum.

  • Godo

    Leiðandi fyrirtæki í þjónustu og hugbúnaðarlausnum fyrir ferðaþjónustu.

  • dala.care

    Lausn sem tengir skjólstæðinga og aðstandendur þeirra við starfsfólk sem sinnir heimaþjónustu og tryggir þannig betri umönnun og samskipti.

  • DataLab

    Frá árinu 2016 hefur DataLab boðið upp á lausnir og þjónustu sem styðja við hagnýtingu gagna og notkun gervigreindar.

  • Defend Iceland

    Villuveiðigátt þar sem fremstu netöryggissérfræðingar landsins koma saman til að finna veikleika í kerfum fyrirtækja og stofnana.

  • PaxFlow

    PaxFlow vinnur að þróun hugbúnaðarlausna í ferðaþjónustu sem auðveldar ferðaskipuleggjendum utanumhald og skipulag ferða.

  • Responsible Compute

    Responsible Compute er sérhæfð skýjaþjónusta sem býður upp á reiknigetu og ofurtölvuinnviði með lágmarks kolefnislosun.